Samsýning framhaldsskólanna

Margir framhaldsskólar vinna gott og mikilvægt menntastarf á sviði nýsköpunar, hönnunar, tækni, lista, iðnaðar og fleiri tengdra greina. Í lok annar sýna nemendur afrakstur sinn oft í skólum sínum en yfirleitt nær það ekki lengra. Með Samsýningunni gefst nú skólum tækifæri á að vinna með öðrum skólum að uppsetningu sameiginlegrar sýningar. Markmið hennar er m.a. að gefa nemendum tækifæri á að sýna almenningi afrakstur sinn, mynda tengsl við aðra og sýna fram á mikilvægi þess að styðja við og efla menntun á sviði nýsköpunar, hönnunar, lista og verklegra greina í íslensku samfélagi. 

Samsýning framhaldsskólanna fer næst fram í lok nóv. 2024. nánar auglýst síðar

Þessi heimasíða er hugsuð sem vettvangur fyrir þá kennara og nemendur sem taka þátt í Samsýningunni og hér er hægt að nálgast praktískar upplýsingar um þátttöku í henni. 

Heimasíðan er þó ekki síst ætlað að vera fróðleiksbrunnur og hjálpartæki fyrir öll, hvort sem þau taka þátt í Samsýningunni eða ekki, til að koma fram með góða og gagnlega nýsköpunarhugmynd og er því töluvert af náms– og stuðningsefni á síðunni. Þau sem vilja svo fara lengra með hugmyndina, þ.e. að gera viðskiptahugmynd, samfélagslegt verkefni eða annað úr henni, geta einnig nálgast mikið af efni til að átta sig á hvað þarf að hafa í huga fyrir næstu skref, fá upplýsingar um viðskiptahraðla og aðila sem geta aðstoðað frumkvöðla o.s.frv.

Náms- og stuðningsefni

Hvernig er hægt að fá góða nýsköpunarhugmynd?

Hvernig er hægt að fá góða samfélagslega nýsköpunarhugmynd?

Hvað er frumkvöðlastarf?

Hvað þarf að hafa i huga ef ætlunin er að fara lengra með hugmyndina?

Hvernig stofnar maður fyrirtæki?

Vantar þig hjálp við að rata í Íslenska frumkvöðlaumhverfinu?

Athugaðu hvort þú fáir einhver svör við þessum og ótal öðrum spurningum, hér

Náms- og stuðningsefni
Íslenska frumkvöðlaumhverfið

Íslenska nýsköpunar-og frumkvöðlaumhverfið

Vantar þig meiri aðstoð við hugmyndina þína og næstu skref?

Efnið hér á síðunni getur vonandi gefið þér góða yfirsýn og hjálpað þér við allra fyrstu skrefin. Ef þig vantar nánari aðstoð og/eða upplýsingar, fá yfirlit yfir styrki, hraðla og annað sem gæti hentað þér – þá er fínt að byrja hér – yfirlit og tenglar á marga þá aðila sem aðstoða frumkvöðla, með ýmsum hætti

Fyrir kennara

Skráning skóla í Samsýninguna ofl.

Ýmsar praktískar upplýsingar fyrir kennara. Hér er hægt panta heimsókn í skólann inn og/eða fá Teams fund.

Athugið að þú þarft ekki að vera þátttakandi í Samsýningunni til að geta fengið heimsókn eða Teams. Við bjóðum upp á þessa þjónustu, gjaldfrjálst, fyrir alla kennara framhaldskóla sem hug hafa á eða eru með einhverja nýsköpunar- og/eða frumkvöðlaáfanga. 

Aðstoð fyrir kennara
Aðstoð fyrir kennara

Fyrir nemendur

Skráning hugmyndar í Samsýninguna ofl.

Ýmsar praktískar upplýsingar fyrir nemendur sem taka þátt í Samsýningunni. 

Hér getur þú fengið aðstoð frá okkur og/eða samstarfsaðilum okkar, í hugmyndavinnunni og/eða við næstu skref.

Næstu viðburðir

Samstarfsaðilar 

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Menntavísindasvið gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki með menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga.

Menntavísindasvið, með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, er umsjónaraðili Samsýningarinnar.

Samtök iðnaðarins

Menntastefna Samtaka iðnaðarins

Menntun og mannauður eru mikilvægar forsendur góðra lífskjara og menntakerfið er ein helsta undirstaða þess að samkeppnishæfni Íslands verði efld.

VILJI – Hvatningarverðlaun framhaldsskólakennara er í boði SI

Samtök iðnaðarins

Icelandic Startups

Undanfarin ár hafa að meðaltali borist um 500 nýjar viðskiptahugmyndir inn á borð til Icelandic Startups. Hlutverk félagsins er að skapa vettvang til tengslamyndunar og veita einstaklingum og teymum leiðsögn við mótun viðskiptaáætlana til að komast hratt að því hvort nægilegar viðskiptalegar forsendur séu til staðar og styðja þá við ferlið þar til vara er komin á markað.

Vísindagarðar Háskóla Íslands

Vísindagarðar Háskóla Íslands er suðupottur nýsköpunar sem leiðir framþróun og skapar virðisauka fyrir land og þjóð!. Framúrskarandi aðstaða er fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum í Grósku – hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hér er boðið upp á vinnuaðstöðu, fjölbreytta fræðslu og þjálfun. Í setrinu eru einnig fjölmörg tækifæri til tengslamyndunar og fullkomin aðstaða fyrir gróskumikið grasrótarstarf, viðburði, vinnusmiðjur, hakkaþon og keppnir.

Hugverkastofan

Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi. Stofnuninni veitir einstaklingum, stofnunum og atvinnufyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði. Þá ber stofnuninni að stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi.

Framtíðarsetur Íslands

Framtíðarsetrið er leiðandi í nýtingu framtíðarfræða á Íslandi. Setrið er virkur þátttakandi í rannsóknum og verkefnum á sviði framtíðarfræða.
Hlutverk félagsins er meðal annars að vera leiðandi rannsóknarsetur á sviði framtíðarfræða hérlendis í öflugu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem og erlendis.