Íslenska frumkvöðlaumhverfið

Fjölbreyttur stuðningur er í boði á Íslandi, fyrir frumkvöðla

Hér eru nokkrir aðilar listaðir upp, sem gætu einna helst gagnast nemendum Samsýningarinnar og öðrum nemendum/frumkvöðlum, sem eru að stíga sín fyrstu skref. Fleiri aðila má sjá á Ýmsir gagnlegir tenglar en einnig hefur ráðgjafafyrirtækið RATA tekið saman góðan leiðarvísi um frumkvöðlaumhverfið

Hægt er að senda inn ábendingu fyrir þessa síðu, að neðan

Hraðlar

Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki

Þátttaka í Startup SuperNova miðar að því að koma vöru á markað. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við þróun viðskiptahugmynda sinna og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga...

lausnir sem hraða orkuskiptum á öllum sviðum atvinnulífsins

Hringiðu er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum

Viðskiptahraðall

Metnaðarfullur vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði

FIRESTARTER 2020 New opportunities in the music industry

ON THE 9TH AND 10TH DECEMBER WE ARE HOSTING A TWO DAYS EVENT AIMED TO EMPOWER INNOVATION IN THE MUSIC INDUSTRY

Greiðum veg orkutengdra tækifæra á Suðurlandi

Að auka verðmætasköpun og greiða veg orkutengdra tækifæra, einkum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni.

þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk.

Í MEMA vinna nemendur að því að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd sem lokaverkefni úr námi sínu.

Lifandi samfélag frumkvöðla

Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, er tilvalinn vettvangur fyrir frumkvöðla og aðra hugmyndasmiði sem eru að stíga sín fyrstu skref

ANA hraðallinn er frumkvöðlasamkeppni á norðausturlandi

ANA hraðallinn er fyrir, 18 ára og eldri sem vilja hrinda hugmyndum í framkvæmd.Verðlaunin eru 1 milljón króna auk verðlaunagrips...

Viðskiptahraðall fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Snjallræði er ætlað að skapa vettvang fyrir samfélagslegt frumkvöðlastarf.

8 vikna samfélagshraðall á sviði samfélagslegra lausna og frumkvöðlastarfsemi sem byggir á sjálfbærri þróun.

Ýmsir aðilar

Atvinnuþróunarfélögin

Atvinnuþróunarfélögin veita ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja á starfssvæðinu, svo sem markaðssókn, vöruþróun, fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu, erlend samskipti o.fl:

Enterprise Europe Network

Hlutverk og þjónusta

  • Hlutverk Enterprise Europe Network á Íslandi er að upplýsa, fræða og leiðbeina fyrirtækjum á Íslandi án endurgjalds varðandi tækifæri á alþjóðamarkaði.

  • Enterprise Europe Network getur aðstoðað varðandi spurningar um fjármögnun gegnum styrki ESB, lög- og reglugerðir, CE-merkingar, tolla og virðisaukaskatt á innri markaðnum ásamt öðrum málefnum tengdum alþjóðavæðingu og evrópska markaðnum.

  • Sérfræðingar Enterprise Europe Network bjóða einnig upp á nýsköpunarþjónustu sem greinir núverandi ástand og framtíðar tækifæri. Í boði eru þrjár mismunandi greiningar, með fókus á stjórnun nýsköpunar, stafræna nýsköpun og sjálfbærni.

Facebook síða Íslenskra frumkvöðla

Hér hittast frumkvöðlar og sprotar. Ef þig vantar aðstoð við heimasíðugerð eða styrkumsóknir, ert að leita að skrifborðsaðstöðu, vantar upplýsingar um hvað eina sem viðkemur frumkvöðlastarfinu – ja, þá er þetta rétti staðurinn til að byrja á…

Festa — sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni

Hlut­verk Festu – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni, er að auka þekk­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni fyr­ir­tækja, stofn­ana og hverskyns skipu­lags­heilda. Festa eyk­ur vit­und í sam­fé­lag­inu og hvet­ur til sam­starfs og að­gerða á þessu sviði. Festa er því brú­arsmið­ur og leið­ar­ljós. Festa teng­ir sam­an ólíka að­ila; fyr­ir­tæki, sveita­fé­lög og ein­stak­linga sem vilja vera leið­andi á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sjálf­bærni.

Framtíðarsetur Íslands

Framtíðarsetrið er leiðandi í nýtingu framtíðarfræða á Íslandi. Setrið er virkur þátttakandi í rannsóknum og verkefnum á sviði framtíðarfræða.

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu
Hópur fyrir frumkvöðla í ferðaþjónustu, mentora, stuðningsaðila og reynslubolta!
Deilum reynslu, hugmyndum, viðburðum, tækifærum og öllu því sem gagnast getur frumkvöðlum í ferðaþjónustu.
Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla

Í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd á 13 vikna námskeiði sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri. Þátttakendur fjármagna stofnun fyrirtækis með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun sem er hrint í framkvæmd og taka þátt í vörusýningu í Smáralind. Fyrirtækið að lokum gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins.

Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er. Höndlað er með peninga og nemendum veitt ábyrgð til mikilvægrar ákvarðanatöku.

Gróska - frumkvöðla- og sprotasetur

Framúrskarandi aðstaða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum í Grósku – hugmyndahúsi í Vatnsmýri Hér er boðið upp á vinnuaðstöðu, fjölbreytta fræðslu og þjálfun. Í setrinu erueinnig fjölmörg tækifæri til tengslamyndunar og fullkomin aðstaða fyrir gróskumikið grasrótarstarf, viðburði, vinnusmiðjur, hakkaþon og keppnir.

Í sama húsi eru höfuðstöðvar CCP og mörg önnur öflug fyrirtæki og fjárfestar. Setrið er í hjarta Vísindagarða þar sem nú þegar er að finna lyfjafyrirtækið Alvotech og Íslenska erfðagreiningu. 

Hugverkastofa

Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar.

Stofnuninni ber að veita einstaklingum, stofnunum og atvinnufyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði. Þá ber stofnuninni að stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi.

Icelandic Startups

Icelandic Startups er í eigu Origo, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Icelandic Startups veitir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á Íslandi stuðning, en félagið stendur meðal annars að viðskiptahraðlinum Startup Supernova sem er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki. Þá skipuleggur Icelandic Startups nýsköpunarverkefnin Gulleggið, Til sjávar og sveita, Startup orkidea, Snjallræði, Hringiðu og Firestarter

Innovation House Iceland

Innovation House was founded by the technology entrepreneur Jon von Tetzchner with the help of Anne Christiansen. The idea behind the Innovation House is simple. Incubating local startups and entrepreneurs in Iceland by providing inexpensive turn key office facilities, as well as networking and collaboration space.
The Innovation House is conveniently located in a shopping center at Eidistorg

Íslandsstofa

TENGSLANET ERLENDIS: Íslandsstofa býr að mikilvægum tengslum utan landsteinanna sem nýst geta fyrirtækjum á mismunandi stöðum í sókn á erlendum mörkuðum.

MARKAÐSSÓKN: Markmið okkar er að auka vitund, áhuga og eftirspurn erlendis eftir vörum, þjónustu og sérfræðiþekkingu íslenskra fyrirtækja.

MARKAÐSVERK­EFNI: Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að ýmsum samstarfsverkefnum sem snúa að markaðssetningu á íslenskri vöru og þjónustu.

Íslenski ferðaklasinn

Hlutverk félagsins er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu og til að ná þeim árangri mun félagið einbeita sér að eftirfarandi þáttum:

Efla og styrkja samvinnu og samstarf
Stórefla hverskonar nýsköpun á sviði ferðaþjónustu
Stuðla að aukinni fagmennsku og gæðum
Efla innviði greinarinnar

Íslenski sjávarklasinn

Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Karolina Fund

Á Karolina Fund finnur þú fjármögnun fyrir þínar hugmyndir:

Landbúnaðarklasinn

Landbúnaðarklasinn er með samning við Sjávarklasann og Matarauð Íslands um að veita aðstöðu fyrir frumkvöðla í frumkvöðlasetri Sjávarklasans. Þau fyrirtæki sem nú þegar hafa nýtt sér kosti samningsins eru meðal annars:

Pure Natura – fæðubótarefni, tilnefnt til Emblu verðlauna 2017
Gagnsjá ehf. – gæðastýring fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Ljótu kartöflurnar – betri nýting á ræktuðum kartöflum, fékk verðlaunin Matarsprotinn 2017.
Lamb Street Food – Kebab og falafel úr íslensku lambakjöti.
Lava Cheese – ostasnakk
Kúbalúbra – Kombucha Iceland
Bone & Marrow – kraftur úr beinum og merg

Korka – Konur í nýsköpun og sprotafyrirtækjum

Vettvangur fyrir konur til að efla tengslanetið og deila góðum ráðum og reynslu úr frumkvöðlaheiminum.

Leitarvél Rannís

til að leita eftir sjóðum, innlendum sem og erlendum. 

Þú getur leitað eftir nafni sjóðs, markhópi, starfsheiti og/eða vettvangi.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar sem byggir á hönnun og arkitektúr. Miðstöðin stuðlar að auknu samstarfi milli hönnuða og fyrirtækja og vinnur að því að efla hönnunardrifna nýsköpun sem mótandi afl í samfélagi og atvinnulífi framtíðar á Íslandi.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur að leiðarljósi að fjárfesta í fyrirtækjum þar sem vænta má virðisauka og arðsemi af starfseminni fyrir íslenskt samfélag og góðrar ávöxtunar fyrir sjóðinn.
Samtök sprotafyrirtækja, SSP

Tilgangur SSP er að vinna að hagsmunum og stefnumálum sprotafyrirtækja ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í heild sinni.

Startup Iceland

Startup Iceland is a resource for Founders and Entrepreneurs. Building a vibrant, sustainable and antifragile Startup Community in Iceland since 2009

Ýmsir styrkir

Atvinnumál kvenna

Síðan 1991 hafa styrkir verið veittir til kvenna. Á hverju ári hefur verið úthlutað í kringum 15-20 milljónum í fjölbreytt verkefni víðsvegar um landið sem oft hafa skipt sköpum fyrir konurnar og hvatt þær áfram í sínum fyrirtækjarekstri.

Barnamenningarsjóður

Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Frumkvæði

Frumkvæði er úrræði  Vinnumálastofnunar  fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur. Í úrræðinu Frumkvæði eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf.

Einkaleyfastyrkur

Einkaleyfastyrkir eru annars vegar til að undirbúa og skila inn forgangsréttarumsókn og hins vegar að undirbúa og skila inn umsókn í alþjóðlegt ferli.

Fyrirtækjastyrkur – Fræ/Þróunarfræ

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni.

Hámarksstyrkur: 2.000.000 kr.

Fyrirtækjastyrkur – Markaðsstyrkur

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári. Hægt er að sækja um styrk vegna sérstaks markaðsátaks en einnig uppbyggingu innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markað.

Styrkur getur numið allt að 10 m.kr. 

Hönnunarsjóður

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi

Íþróttasjóður

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að jafnrétti í íþróttum.

Jafnréttissjóður Íslands

Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.

Hvatningarsjóður Kviku

Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf

Nám og þjálfun stúdenta 

Háskólanemar geta farið í 2-12 mánuði í skiptinám eða starfsþjálfun sem hluta af námi. Starfsþjálfun er einnig möguleg innan við ári eftir útskrift. Fyrir hvern? Háskólanema á öllum stigum háskólanáms og allt að ári eftir útskrift. Fyrirtæki og stofnanir sem hafa áhuga á að taka á móti nemendum í starfsþjálfun.

Norræna Atlantsnefndin

Norræna Atlantsnefndin (NORA) veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi á Grænlandi, Íslandi , Færeyjum og strand-Noregi.

Norræna menningargáttin

Hér eru birtar upplýsingar um hvernig hægt er að sækja um fjárhagsstuðning hjá hinu norræna samstarfi. Einnig er hægt að leita meðal styrkja okkar, auglýsinga og útboða til þess að finna þá fjármögnun eða annan stuðning sem hentar hverju verkefni fyrir sig.

Norræni menningarsjóðurinn

Hlutverk sjóðsins er að auka samstarf og styðja við þróun verkefna á sviði menningar á Norðurlöndunum.

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum.

Nýsköpunarstyrkur

Nýsköpunarstyrkur hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í nýsköpun og þróun að ráða fólk til starfa. Nýsköpunarstyrkur felur í sér þríhliða samning milli Vinnumálastofnunar, fyrirtækis og atvinnuleitanda um ráðningu í starf sem snýr að nýsköpun og þróun.

Svanni

Svanni – lánatryggingasjóður kvenna veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir. Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki.

Vinnustaðanámssjóður

Fyrirtæki og stofnanir vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun er skilgreindur hluti námsins.  Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Æskulýðssjóður

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Hverjir geta sótt um? Allir þeir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök.

Ertu með ábendingu/athugasemdir fyrir Íslenska frumkvöðlaumhverfið​?