Frumkvöðlar

Efnisyfirlit síðu

    Frumkvöðlar 

    Hvað eru frumkvöðlar?

    Hvað einkennir frumkvöðul?

    Að stofna frumkvöðlafyrirtæki er ekki eins og hvert annað starf.

    Af hverju kjósa þá margir að verða frumkvöðlar

    Hvað er samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi

    Að mistakast

    Að mistakast er byrjun – ekki heimsendir

    Hægt er að skipta mistökum í þrennt:

    Lærdómsmenning

    Ekki óttast það að mistakast

    Nokkur ráð frá sérfræðingunum

    Ýmsir tenglar og náms- og/eða stuðningsefni sem tengjast ofangreindu efni

    Ýmsar ritrýndar greinar um frumkvöðla og frumkvöðlastarfsemi

      Hvað eru frumkvöðlar? 

      Fræðimenn eru ekki á einu máli um hvernig eigi að skilgreina frumkvöðla og frumkvöðlastarfsemi. Sumir vilja leggja áherslu á þau persónueinkenni sem frumkvöðlar hafa en aðrir vilja undirstrika nýsköpunina sem frumkvöðlar stuðla að. Í raun má þó segja að frumkvöðlastarfsemi sé það „að hefja, leiða eða taka þátt í starfsemi sem skapar verðmæti fyrir aðra, jafnt efnahagslega, menningarlega og félagslega“ og önnur skilgreining á frumkvöðlastarfsemi er: „Sérhver tilraun einstaklinga, hóps einstaklinga eða fyrirtækja til stofnunar fyrirtækis eða með því að hefja sjálfstæða atvinnustarfsemi á einhvern annan hátt.

      Í daglegu tali er orðið „frumkvöðull“ notað um þann sem hrindir nýsköpunarhugmynd sinni í framkvæmd. Ef frumkvöðullinn stofnar fyrirtæki utan um hugmyndina er talað um sprotafyrirtæki.

      HVAÐ EINKENNIR FRUMKVÖÐUL?

      Að stofna eigið fyrirtæki krefst ekki einungis hagnýtra þátta, fjármagns o.s.frv. heldur þarf frumkvöðullinn líka að búa yfir eða styrkja ákveðna persónulega þætti eða eiginleika sem nýtast við að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Sumt fólk telur mikilvægasta eiginleikann vera mikla bjartsýni vegna þess að flestir frumkvöðlar vita sem er, að mörgum mistekst með fyrirtæki sitt – en þeir trúa því engu að síður að það eigi ekki við um þá sjálfa – „þetta reddast“.
      Fyrir utan bjartsýni eru nokkrir aðrir persónueiginleikar sem geta komið sér vel fyrir frumkvöðla:

      AUÐMÝKT: Að þekkja takmörk sín og vita þar af leiðandi hvenær á að kalla aðra til.

      SAMKENND: Að geta sett sig í spor annarra, bæði viðskiptavina og samstarfsfólks.

      METNAÐUR: Að vinna sleitulaust og markvisst að því að láta hugmynd sína og fyrirtækið, verða að veruleika.

      ÞRAUTSEIGJA Að halda áfram að vinna hörðum höndum þrátt fyrir erfið tímabil eða mótstöðu.

      Þessir eiginleikar eru til dæmis mikilvægir þegar kemur að því að laða fjárfesta að fyrirtækinu en þeir líta oft meira til persónulegra þátta frumkvöðulsins heldur en hugmyndarinnar sjálfrar. Fjárfestar vita að það geta ekki allir klárað verkefnið, sama hversu hugmyndin er góð – og að góður frumkvöðull getur farið alla leið með „vonlausa, vitlausa hugmynd“ sem enginn nema frumkvöðullinn sjálfur, hefur trú á. Frumkvöðlar sjá hlutina oft í öðru ljósi og geta oft séð fyrir breytingar og nýja þörf fyrir eitthvað, sem enginn annar sér.

      AÐ TAKAST Á VIÐ ÓVENJULEG VERKEFNI

      Að stofna frumkvöðlafyrirtæki er ekki eins og hvert annað starf. Frumkvöðlar lenda í óteljandi nýstárlegum og oft erfiðum aðstæðum, vinnudagar geta verið langir og tekjustreymi getur verið mjög lítið eða ekkert til skemmri eða lengri tíma. Því getur það bæði verið erfitt – en þó oft spennandi, gefandi og skemmtilegt að stofna eigið fyrirtæki.

      Sumir eru betri en aðrir í að takast á við þá óvissu, sem fylgir því að byrja með eigið fyrirtæki. Kannski hentar það einfaldlega ekki öðrum en er akkúrat það eina rétta fyrir annað fólk. Hvort sem er í námi eða starfi kemur fyrir að fólk standi frammi fyrir margs konar óvæntum verkefnum og vandamálum sem þarf að leysa. Ekki eru endilega neinar augljósar lausnir á þeim og engin handbók sem hægt er að styðjast við, heldur þarf einstaklingurinn sjálfur að átta sig á hvers eðlis vandamálið er, hvernig hægt er að leysa það og hvaða leið sé best til þess. Þetta er einmitt veruleikinn sem frumkvöðlar búa stöðugt við endalausar óvæntar uppákomur og áskoranir sem þarf einfaldlega að leysa til að hægt sé að halda áfram.

      Að stofna eigið fyrirtæki getur því verið mjög erfitt. Það krefst mikillar vinnu og fyrstu árin getur verið erfitt að afla sér inn eins mikilla tekna og hægt væri með því að vera almennur starfsmaður. Tölfræðin er heldur ekki hliðholl frumkvöðlafyrirtækjum. Skv. Global Startup Ecosystem Report 2020, er um 90% sprotafyrirtækja sem „fara á hausinn“ (10% á fyrsta árinu) og 20% annarra nýrra fyrirtækja, leggja upp laupana á fyrsta árinu.

      Af hverju kjósa þá margir að verða frumkvöðlar og stofna sprotafyrirtæki? Athugið að með góðum undirbúningi er hægt að auka töluvert líkurnar á að fyrirtækið heppnist og nái að vaxa og dafna

      Hér eru nokkrir þættir sem knýja frumkvöðla áfram:

      SJÁLFSTÆÐI:  Að ráða eigin vinnu og bera ábyrgð á eigin framtíð getur verið mjög gefandi. Margir kjósa að vinna sjálfstætt í stað þess „að hafa yfirmann“ og hafa þannig meiri stjórn á vinnutíma sínum o.s.frv.

      VINNUGLEÐI: Að sjá sína eigin framleiðsluvöru verða að veruleika eða að veita viðskiptavini góða þjónustu er ánægjulegt. Fólk vinnur við áhugamál sitt og það hittir aðra sem hafa áhuga á því sama.

      SAMFÉLAGSLEGUR ÁVINNINGUR: Margir vilja nýta krafta sína og hugmynd til að reyna að bæta umhverfið og/eða samfélagið.

      PERSÓNULEGUR ÞROSKI: Möguleikarnir á að vaxa og þroskast sem persóna eru gríðarlegir. Ungum frumkvöðlum bjóðast oft vel launuð störf sem leiðtogar – störf sem þeir hafna oft þar sem þeir kjósa að vinna áfram með frumkvöðlafyrirtæki sitt!

      FJÁRHAGSLEGUR ÁVINNINGUR: Ef hugmyndin verður að veruleika, fyrirtækið heppnast vel og varan/þjónustan selst vel, getur fjárhagslegur ávinningur orðið verulegur. Einnig geta verið um góðar aukatekjur að ræða ef frumkvöðullinn er í skóla, heimavinnandi eða annarri vinnu.

      Ýmiskonar frumkvöðlar- og frumkvöðlastarfsemi

       – Sjálfstæð frumkvöðlastarfsemi sem með sínum sjálfstæða rekstri býr til alveg nýja vöru og þjónustu.

      – Skapandi samstarfsmenn, einnig kallaðir frumkvöðlar, sem þróa starfsemi fyrirtækisins, framleiðsluaðferðir ofl.

      – Félagslegir frumkvöðlar sem einbeita sér að því að yfirvinna samfélagsleg eða umhverfisleg vandamál.

      Þekktir frumkvöðlar

      Bill Gates: notendavænt stýrikerfi fyrir einkatölvur
      Björn Halldórsson: frumkvöðull í garðrækt og tókst fyrstum manna að rækta kartöflur á Íslandi
      Bríet Bjarnhéðinsdóttir: frumkvöðull í réttindabaráttu kvenna á Íslandi
      Florence Nightingale: frumkvöðull í hjúkrun og menntun hjúkrunarkvenna
      Ingvar Kamprad: frumkvöðull í hönnun ódýrra húsgagna, sem seld eru ósamsett
      James Watt: endurbætti gufuvélina
      Mark Zuckerberg: hannaði samskiptavefinn Facebook
      Steve Jobs: einkatölva með myndrænu viðmóti og tölvumús
      Þóra Melsteð: frumkvöðull á sviði menntunar kvenna
      Thomas Edison, Henry Ford, Coco Chanel, Oprah Winfrey osfrv. osfrv……… 

      Hvað er samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi?

      Samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi

      Stjórnvöld víða um heim átta sig nú í auknum mæli á því að þau ná ekki öllum markmiðum sínum án virkrar þátttöku fólks í samfélaginu og þeirrar orku sem það býr yfir en einnig búa stjórnvöld ekki yfir því fjárhagslega bolmagni til að takast á við öll þau samfélagslegu úrlausnarefni sem fyrir liggja. Hér kemur samfélagslegt frumkvöðlastarf til skjalanna, sem afl til jákvæðra og skipulagðra breytinga.

      Samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi byggir ekki eingöngu á hagnaðarvon heldur fyrst og fremst á löngun til að efla eða laga félagslegt eða samfélagslegt málefni, þar sem fjárhagslegur ágóði skiptir oft litlu máli fyrir frumkvöðulinn.

      Samfélagsleg frumkvöðlastarfsemi gerist yfirleitt þegar einhver stofnar fyrirtæki með það fyrir augum að skapa úrræði til þess að geta uppfyllt ákveðin samfélagsleg markmið eða leyst vandamál þeim tengd. Þó að fjárhagslegur ágóði sé ekki markmiðið í sjálfu sér þurfa þó einhverjar tekjur og eða styrkir að renna inn í fyrirtækið til að fyrirtækið/hugmyndin sé að minnsta kosti sjálfbær til lengri tíma litið.

       Hagnaðardrifin samfélagsfyrirtæki reka atvinnustarfsemi sína á sama fjárhagslega hátt og önnur fyrirtæki en hagnaðarhugsuninni er skipt út fyrir annað markmið. Til dæmis er hægt að ráða fólk með mismunandi hamlanir, í minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum til starfa (og láta hagnaðinn þannig t.d. niðurgreiða aukinn launakostnað) eða að hugsanlegur ágóði renni til ákveðins samfélagslegs málefnis.

      Að mistakast

      Í Kísildalnum, sem er stærsta hátækni-iðnaðarsvæði í heimi, er gengið út frá því vísu að frumkvöðlum hafi mistekist með allavega eitt eða fleiri sprotafyrirtæki áður en þeir ná árangri og talið eðlilegt að hafa farið í gegnum nokkur gjaldþrot. Í Japan er þessu algerlega öfugt farið. Einnig sýnir tölfræðin að frumkvöðlar, sem hafa gengið í gegnum það að mistakast með hugmynd, eigi meiri möguleika með þá næstu – fólk lærir einfaldlega mikið af mistökum sínum.

      Að mistakast er byrjun – ekki heimsendir

      Ef frumkvöðlar bugast ekki þegar þeim mistekst og erfiðleikar herja á er í raun betri skóli að læra af mistökum heldur en af eintómri en velgengni. Neikvæð, tilfinningaleg viðbrögð geta þó komið í veg fyrir að fólk læri af mistökum sínum og gert það að verkum að það gefst einfaldlega upp.

      Hægt er að skipta mistökum í þrennt:

      Fyrirsjáanleg mistök verða vegna þess að fólk víkur frá gefnum fyrirmælum, meðvitað eða ómeðvitað, eða er ekki fært um að vinna verkið. Koma má í veg fyrir þessi mistök með því að nota t.d. gátlista, þjálfa starfsfólkið vel osfrv.

      Óhjákvæmileg mistök verða vegna þess að verkefnið eða ferlið er svo flókið að það er hreinlega ekki hægt að komast hjá því að gera mistök. Með góðum undirbúningi eða sífelldum greiningum á ferlinu er þó hægt að minnka skaðann þegar mistökin eiga sér stað

      Gáfuleg” mistök eru „góð“. Þau verða til þegar eitthvað erfitt er reynt – og það mistekst óhjákvæmilega. Þá er reynt aftur- og aftur þar til það heppnast allt í einu. Þetta er einfaldlega grunnurinn að nýsköpunarþjóðfélagi, þ.e. að prófa nýja hluti, mistakast, læra af mistökunum, endurtaka ferlið – og ná svo loks árangri.

      Lærdómsmenning

      Í fullkomnunarmenningu þar sem mistök eru ekki leyfð, án tillits til hvers eðlis þau eru, er mjög erfitt að vera skapandi. Í slíkri menningu heldur fólk sig af skyldurækni við hið þekkta, afneitar mistökum eftir fremsta megni og viðurkennir þau ekki.

      Sköpunar- og lærdómsmenning, til dæmis innan hóps, bekkjar, fyrirtækis, stofnunar eða heils samfélags, verður að meðtaka og sætta sig við að mistök eigi sér stað – án þess að ásaka neinn og reyna í staðinn að læra eitthvað af mistökunum – og halda svo áfram.

      Ekki óttast það að mistakast

      Mistök eru algerlega órjúfanlegur hluti frumkvöðlastarfs. Frumkvöðlastarfsemi er lærdómsferli og er það oft á tíðum tímafrekt og mjög erfitt. Öll sem hefja þessa vegferð munu gera mistök – og það er alls ekkert til að skammast sín fyrir, heldur þvert á móti. Það sýnir að þú reyndir allavega að framkvæma einhverja af hugmyndum þínum og það er meira en margir geta sagt. Lærðu bara af mistökunum – og haltu áfram – í versta falli áttu eftir að ganga í gegnum harðan en góðan skóla sem þú munt byggja á alla þína ævi.

      .

      Nokkur ráð frá sérfræðingunum…

      “There are a lot of things that go into creating success. I don’t like to do just the things I like to do. I like to do things that cause the company to succeed. I don’t spend a lot of time doing my favorite activities.” ~ Michael Dell, made huge innovations with the Dell Supply Chain.

      “I remember really vividly, you know, having pizza with my friends a day or two after — I opened up the first version of Facebook at the time I thought, ‘You know, someone needs to build a service like this for the world. But I just never thought that we’d be the ones to help do it. And I think a lot of what it comes down to is we just cared more.” ~ Mark Zuckerberg, co-founder of Facebook.

      “Don’t be afraid to fail. Get out there and experiment and learn and fail and get a rate based on the experiences you have. Go for it and when you go for it you’ll learn what you’re capable of, what the potential is, where the opportunities are, but you can’t be afraid to fail because that’s when you learn.” ~ Michael Dell, founder of Dell Computers.

      “Make your product easier to buy than your competition, or you will find your customers buying from them, not you.” ~  Mark Cuban. 

      “Your time is limited, so don’t waste it living someone else’s life. Don’t be trapped by dogma – which is living with the results of other people’s thinking. Don’t let the noise of other’s opinions drown out your own inner voice. And most important, have the courage to follow your heart and intuition. They somehow already know what you truly want to become. Everything else is secondary.” ~ Steve Jobs, Co-founder Apple Inc.

      “I knew that if I failed I wouldn’t regret that, but I knew the one thing I might regret is not trying.” ~ Jeff Bezos, founder of Amazon

      “The secret to successful hiring is this: look for the people who want to change the world.” ~ Marc Benioff, CEO Salesforce

      “Everything started as nothing.” ~ Ben Weissenstein. 

      “You can learn from everybody.”  ~ Sam Waltoncreated the Walmart Supply Chain. 

      Ýmsir tenglar ofl. sem tengjast frumkvöðlum og frumkvöðlastarfseminni

      Ýmsar greinar

      Mentoring Young Entrepreneurs: What Leads to Success?

      Youth Business International (YBI) has helped a significant number of young entrepreneurs through its network of business programmes worldwide. It provides young people, who have little more than a bright idea and the determination to succeed, with a start-up loan and the services of a volunteer mentor. However, what is less well known is the true nature of the mentor-client relationship and the impact this has on a young person’s personal and business success. This study takes as its sample two distinct groups of mentors, young entrepreneurs and programme managers from two different countries and using a case study method explores what leads to success. The emerging themes show the nature of the relationship is affected at three critical phases: start-up, midpoint and endpoint. The results also show that mentors are required to use an approach towards entrepreneurs that reduces dependency and increases self-confidence. The findings indicate a style of mentoring which is less directive and more empowering as the client’s business starts to grow.

      Business Survival and Success of Young Small Business Owners

      Little empirical evidence provides insight in person-oriented drivers of business survival and success of small business owners. In this paper I perform a duration analysis of business survival amongst young white (self-employed) small business owners in the U.S. Compulsory exits are distinguished from voluntary exits. This enables an alternative definition of business success: the longer one can survive and prevent inLvoluntary exit, the more successful one is. Potential drivers of survival are derived from recent empirical evidence in related studies. The potential drivers of success are also derived from historical economic thinkers such as Marshall and Schumpeter. The estimated hazard rates are affected by characteristics of the small business owner and business conditions.

      3 Beyond social capital: How social skills can enhance entrepreneurs' success

      Why are some entrepreneurs so much more successful than others in starting ventures? Previous efforts to answer this question have generally focused either on the personality traits or susceptibility to various cognitive errors of individual entrepreneurs, or on such external factors as the number of competing businesses. We suggest that entrepreneurs’ social skills—specific competencies that help them interact effectively with others—may also play a role in their success. A high level of social capital, built on a favorable reputation, relevant previous experience, and direct personal contacts, often assists entrepreneurs in gaining access to venture capitalists, potential customers, and others.

      The Relationship of Entrepreneurial Traits, Skill, and Motivation to Subsequent Venture Growth.

      Previous research on entrepreneurship as well as goal, social– cognitive, and leadership theories has guided hypotheses regarding the relationship between entrepreneurial traits and skill (passion, tenacity, and new resource skill) and situationally specific motivation (communicated vision, self-efficacy, and goals) to subsequent venture growth. Data from 229 entrepreneur– chief executive officers and 106 associates in a single industry were obtained in a 6-year longitudinal study. Structural equation modeling revealed a web of relationships that impact venture growth. Goals, self-efficacy, and communicated vision had direct effects on venture growth, and these factors mediated the effects of passion, tenacity, and new resource skill on subsequent growth. Furthermore, communicated vision and self-efficacy were related to goals, and tenacity was related to new resource skill.

      Promoting the Entrepreneurial Success of Women Entrepreneurs Through Education and Training.

      To support early stage women entrepreneurs there is a need to increase their performance and growth potential through entrepreneurial education and training. The objective of the study is to develop a theoretically and empirically based entrepreneurship education and training for early stage women entrepreneurs. The focus of this study is placed exemplarily on early stage women entrepreneurs in Germany and Ireland. The components, program goals, program elements, as well as the participants’ characteristics, the program’s contextual environment, and the availability of funding for operations provide a framework for designing a theoretically and empirically based program to help early stage women entrepreneurs increase their entrepreneurial success. This Entrepreneurship Education and Training is built on the core dimensions of entrepreneurship education action-orientation, autonomy and the interplay between risk and responsibility.

      Entrepreneurial Competencies of Women Entrepreneurs of Micro and Small Enterprises

      Entrepreneurial competencies are critical for entrepreneurial success. Despite a growing body of literature in the field of entrepreneurial competencies, there is still considerable uncertainty concerning entrepreneurial competencies of female entrepreneurs. The objective of the study is therefore to empirically analyze the entrepreneurial competencies of female entrepreneurs. Based on a study of 306 women entrepreneurs of Micro and Small Enterprises (200 women entrepreneurs from Germany and 106 women entrepreneurs from Ireland), this analysis finds that entrepreneurial competencies as a higher order latent construct have a major impact on entrepreneurial success. Entrepreneurial competencies of women entrepreneurs in Germany and Ireland can be operationalized by a set of six first-order factors, including functional task related managerial skills, entrepreneurial characteristic adaptations of self-efficacy and orientations of competition, risk-taking and innovation, and the founder and innovator identity.

      Analyzing the changing education distributions of solo self-employed workers and employer entrepreneurs in Europe

      Using macro-level data for 32 European countries, the present paper explores developments in the education distributions among solo self-employed workers and employer entrepreneurs in the non-agricultural economy over the period 1997–2014. Our dynamic analysis reveals that over this period, the number of solo self-employed workers, but particularly the high-educated solo self-employed, has increased considerably in Europe. This trend is even more pronounced for female solo self-employment. The education distribution of the solo self-employed is thus shifting quickly towards higher levels of education. Moreover, our static analysis based on 2014 reveals that, for the higher-developed countries within Europe (Western Europe including Scandinavia), solo self-employed and employer entrepreneurs are on average equally highly educated. We also find that the solo self-employed in Western Europe are considerably higher educated than their counterparts in the rest of Europe. In general, our results underline the rapidly increasing importance of, particularly high-educated, solo self-employed workers in modern, highly developed economies.

      Psychological Perspectives on Entrepreneurship: Cognitive and Social Factors in Entrepreneurs' Success

      Why are some entrepreneurs so much more successful than others in starting new companies—ones that create wealth for their societies as well as themselves? Growing evidence suggests that the answer involves the influence of both cognitive and social factors. Successful entrepreneurs appear to think differently than other persons in several respects (e.g., they are less likely to engage in counterfactual thinking but more likely to show overconfidence in their judgments). Similarly, successful entrepreneurs appear to be higher in social competence—the ability to interact effectively with others (e.g., they are better at social perception and adapting to new social situations). These results suggest that the principles and findings of psychology can be invaluable to researchers in the field of entrepreneurship, providing important insights into the factors that influence entrepreneurs’ success.