Kennsluáætlanir ofl. úr Cristal verkefninu

Erasmus+ verkefnið CRISTAL

Evrópuverkefnið CRISTAL (Creative Regions for Innovation, Skills, Technology, Accessibility and Learning), sem lauk 2018, miðaði að því að koma á fót skapandi vefsvæði þar sem áherslan er lögð á nýsköpun, tækni og aðgengi með ýmsum hætti. Tilgangur CRISTAL verkefnisins er að gera líkan af samfélagi þar sem frumkvöðlamennt tækninám, sjálfbærni og sköpun eru innleidd á öll skólastig með nýjum námsaðferðum. Áhersla er lögð á hugmyndir og nýjar aðferðir sem miða að því að auka nýsköpunar- og frumkvöðlastarf og STEM-efni (vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði).

Selma Dögg Sigurjónsdóttir stýrði verkefninu, fyrir hönd Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og voru bæði Þekkingarnet Þingeyinga sem og skólar í Norðurþingi samstarfsaðilar í verkefninu, ásamt Háskólanum á Akureyri og tveimur erlendum samstarfsaðilum; Lindberg&Lindberg sænskt sprotafyrirtæki á sviði vélaverkfræði og hugbúnaðarþróun og Azienda Agricola „Dora“ sem er lífrænn ólífubóndi á Sikiley.

Þar sem heimasíða verkefnisins er ekki lengur virk, var ákveðið að setja nokkuð af efninu, hér á síðu Samsýningarinnar og nkg.is. Vonum virkilega að það komi ykkur að gagni. Bestu þakkir fær Selma, fyrir hennar frábæra starf í verkefninu og að leyfa okkur að deila því hér.