Íslenska frumkvöðlaumhverfið
Fjölbreyttur stuðningur er í boði á Íslandi, fyrir frumkvöðla
Hér eru nokkrir aðilar listaðir upp, sem gætu einna helst gagnast nemendum Samsýningarinnar og öðrum nemendum/frumkvöðlum, sem eru að stíga sín fyrstu skref. Fleiri aðila má sjá á Ýmsir gagnlegir tenglar en einnig hefur ráðgjafafyrirtækið RATA tekið saman góðan leiðarvísi um frumkvöðlaumhverfið
Hægt er að senda inn ábendingu fyrir þessa síðu, að neðan
Hraðlar
Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki
Þátttaka í Startup SuperNova miðar að því að koma vöru á markað. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við þróun viðskiptahugmynda sinna og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga...
lausnir sem hraða orkuskiptum á öllum sviðum atvinnulífsins
Hringiðu er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum
Viðskiptahraðall
Metnaðarfullur vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði
FIRESTARTER 2020 New opportunities in the music industry
ON THE 9TH AND 10TH DECEMBER WE ARE HOSTING A TWO DAYS EVENT AIMED TO EMPOWER INNOVATION IN THE MUSIC INDUSTRY
Greiðum veg orkutengdra tækifæra á Suðurlandi
Að auka verðmætasköpun og greiða veg orkutengdra tækifæra, einkum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni.
þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk.
Í MEMA vinna nemendur að því að búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd sem lokaverkefni úr námi sínu.
Lifandi samfélag frumkvöðla
Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, er tilvalinn vettvangur fyrir frumkvöðla og aðra hugmyndasmiði sem eru að stíga sín fyrstu skref
ANA hraðallinn er frumkvöðlasamkeppni á norðausturlandi
ANA hraðallinn er fyrir, 18 ára og eldri sem vilja hrinda hugmyndum í framkvæmd.Verðlaunin eru 1 milljón króna auk verðlaunagrips...
Viðskiptahraðall fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu
Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Snjallræði er ætlað að skapa vettvang fyrir samfélagslegt frumkvöðlastarf.
8 vikna samfélagshraðall á sviði samfélagslegra lausna og frumkvöðlastarfsemi sem byggir á sjálfbærri þróun.
Ýmsir aðilar
Atvinnuþróunarfélögin
Atvinnuþróunarfélögin veita ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja á starfssvæðinu, svo sem markaðssókn, vöruþróun, fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu, erlend samskipti o.fl:
Enterprise Europe Network
Hlutverk og þjónusta
-
Hlutverk Enterprise Europe Network á Íslandi er að upplýsa, fræða og leiðbeina fyrirtækjum á Íslandi án endurgjalds varðandi tækifæri á alþjóðamarkaði.
-
Enterprise Europe Network getur aðstoðað varðandi spurningar um fjármögnun gegnum styrki ESB, lög- og reglugerðir, CE-merkingar, tolla og virðisaukaskatt á innri markaðnum ásamt öðrum málefnum tengdum alþjóðavæðingu og evrópska markaðnum.
-
Sérfræðingar Enterprise Europe Network bjóða einnig upp á nýsköpunarþjónustu sem greinir núverandi ástand og framtíðar tækifæri. Í boði eru þrjár mismunandi greiningar, með fókus á stjórnun nýsköpunar, stafræna nýsköpun og sjálfbærni.
Facebook síða Íslenskra frumkvöðla
Hér hittast frumkvöðlar og sprotar. Ef þig vantar aðstoð við heimasíðugerð eða styrkumsóknir, ert að leita að skrifborðsaðstöðu, vantar upplýsingar um hvað eina sem viðkemur frumkvöðlastarfinu – ja, þá er þetta rétti staðurinn til að byrja á…
Festa — samfélagsábyrgð og sjálfbærni
Hlutverk Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja, stofnana og hverskyns skipulagsheilda. Festa eykur vitund í samfélaginu og hvetur til samstarfs og aðgerða á þessu sviði. Festa er því brúarsmiður og leiðarljós. Festa tengir saman ólíka aðila; fyrirtæki, sveitafélög og einstaklinga sem vilja vera leiðandi á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni.
Framtíðarsetur Íslands
Framtíðarsetrið er leiðandi í nýtingu framtíðarfræða á Íslandi. Setrið er virkur þátttakandi í rannsóknum og verkefnum á sviði framtíðarfræða.
Frumkvöðlar í ferðaþjónustu
Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla
Í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd á 13 vikna námskeiði sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri. Þátttakendur fjármagna stofnun fyrirtækis með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun sem er hrint í framkvæmd og taka þátt í vörusýningu í Smáralind. Fyrirtækið að lokum gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins.
Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er. Höndlað er með peninga og nemendum veitt ábyrgð til mikilvægrar ákvarðanatöku.
Gróska - frumkvöðla- og sprotasetur
Framúrskarandi aðstaða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum í Grósku – hugmyndahúsi í Vatnsmýri Hér er boðið upp á vinnuaðstöðu, fjölbreytta fræðslu og þjálfun. Í setrinu erueinnig fjölmörg tækifæri til tengslamyndunar og fullkomin aðstaða fyrir gróskumikið grasrótarstarf, viðburði, vinnusmiðjur, hakkaþon og keppnir.
Í sama húsi eru höfuðstöðvar CCP og mörg önnur öflug fyrirtæki og fjárfestar. Setrið er í hjarta Vísindagarða þar sem nú þegar er að finna lyfjafyrirtækið Alvotech og Íslenska erfðagreiningu.
Hugverkastofa
Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar.
Stofnuninni ber að veita einstaklingum, stofnunum og atvinnufyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði. Þá ber stofnuninni að stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi.
Icelandic Startups
Icelandic Startups er í eigu Origo, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Icelandic Startups veitir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á Íslandi stuðning, en félagið stendur meðal annars að viðskiptahraðlinum Startup Supernova sem er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki. Þá skipuleggur Icelandic Startups nýsköpunarverkefnin Gulleggið, Til sjávar og sveita, Startup orkidea, Snjallræði, Hringiðu og Firestarter
Innovation House Iceland
Innovation House was founded by the technology entrepreneur Jon von Tetzchner with the help of Anne Christiansen. The idea behind the Innovation House is simple. Incubating local startups and entrepreneurs in Iceland by providing inexpensive turn key office facilities, as well as networking and collaboration space.
The Innovation House is conveniently located in a shopping center at Eidistorg
Íslandsstofa
TENGSLANET ERLENDIS: Íslandsstofa býr að mikilvægum tengslum utan landsteinanna sem nýst geta fyrirtækjum á mismunandi stöðum í sókn á erlendum mörkuðum.
MARKAÐSSÓKN: Markmið okkar er að auka vitund, áhuga og eftirspurn erlendis eftir vörum, þjónustu og sérfræðiþekkingu íslenskra fyrirtækja.
MARKAÐSVERKEFNI: Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að ýmsum samstarfsverkefnum sem snúa að markaðssetningu á íslenskri vöru og þjónustu.
Íslenski ferðaklasinn
Hlutverk félagsins er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu og til að ná þeim árangri mun félagið einbeita sér að eftirfarandi þáttum:
Efla og styrkja samvinnu og samstarf
Stórefla hverskonar nýsköpun á sviði ferðaþjónustu
Stuðla að aukinni fagmennsku og gæðum
Efla innviði greinarinnar
Íslenski sjávarklasinn
Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.
Karolina Fund
Á Karolina Fund finnur þú fjármögnun fyrir þínar hugmyndir:
Landbúnaðarklasinn
Landbúnaðarklasinn er með samning við Sjávarklasann og Matarauð Íslands um að veita aðstöðu fyrir frumkvöðla í frumkvöðlasetri Sjávarklasans. Þau fyrirtæki sem nú þegar hafa nýtt sér kosti samningsins eru meðal annars:
Pure Natura – fæðubótarefni, tilnefnt til Emblu verðlauna 2017
Gagnsjá ehf. – gæðastýring fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Ljótu kartöflurnar – betri nýting á ræktuðum kartöflum, fékk verðlaunin Matarsprotinn 2017.
Lamb Street Food – Kebab og falafel úr íslensku lambakjöti.
Lava Cheese – ostasnakk
Kúbalúbra – Kombucha Iceland
Bone & Marrow – kraftur úr beinum og merg
Korka – Konur í nýsköpun og sprotafyrirtækjum
Vettvangur fyrir konur til að efla tengslanetið og deila góðum ráðum og reynslu úr frumkvöðlaheiminum.
Leitarvél Rannís
til að leita eftir sjóðum, innlendum sem og erlendum.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur að leiðarljósi að fjárfesta í fyrirtækjum þar sem vænta má virðisauka og arðsemi af starfseminni fyrir íslenskt samfélag og góðrar ávöxtunar fyrir sjóðinn.
Samtök sprotafyrirtækja, SSP
Tilgangur SSP er að vinna að hagsmunum og stefnumálum sprotafyrirtækja ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í heild sinni.
Startup Iceland
Startup Iceland is a resource for Founders and Entrepreneurs. Building a vibrant, sustainable and antifragile Startup Community in Iceland since 2009
Ýmsir styrkir
Fyrirtækjastyrkur – Fræ/Þróunarfræ
Hámarksstyrkur: 2.000.000 kr.
Fyrirtækjastyrkur – Markaðsstyrkur
Ertu með ábendingu/athugasemdir fyrir Íslenska frumkvöðlaumhverfið?