Fjármál
Efnisyfirlit síðu
Fjármögnunarmöguleikar
Styrkir
Fjárfestar
Englafjárfestar
Fjárfestingasjóðir
Að fá inn fjárfesta
Fjármagnsleiðin vs. Bakarísleiðin
Bankar
Hvernig metur bankinn lánaumsókn?
Hópfjármögnun
Reikningshugtök
Önnur hugtök
Ýmsir tenglar og náms- og/eða stuðningsefni sem tengjast ofangreindu efni
Fjármögnunarmöguleikar
Ef þú hefur sterkt fjárhagslegt bolmagn og/eða stofnkostnaður viðskiptahugmyndarinnar er ekki mjög hár, getur þar verið mjög skynsamlegt að láta „eigin peninga“ nægja til að koma fyrirtækinu á laggirnar. Með því að „herða sultarólina“ er hægt að láta það fjármagn sem þú hefur endast töluvert lengur og því er mikilvægt að passa fjármálin vel. Með einungis „eigið fjármagn“ getur vöxtur fyrirtækisins þó verið hægur og á ákveðnu stigi getur verið nauðsynlegt að fleiri komi inn í fyrirtækið. Að hluta til í þeim tilgangi að fá aukið fjármagn en líka til að dreifa áhættunni. Sé fjármögnun nauðsynleg eru til mismunandi fjármögnunarleiðir og verður farið yfir nokkra hér á eftir.
Að baki fjármögnunar liggur yfirleitt heilmikil vinna án tillits til hvers konar fjármögnun um er að ræða. Allir fjárfestar vilja sjá einhverskonar viðskiptaáætlun, oftast með einhverri fjárhagsáætlun sem endurskoðandi hefur jafnvel farið yfir. Margir fjárfestar vilja þar að auki fá persónulegan fund þar sem hugmyndin er kynnt en fjárfestar nota líka þessa fundi til að leggja persónulegt mat á frumkvöðulinn sjálfan. Þeir vita sem er að góður frumkvöðull sem býr yfir ákveðnum persónulegum eiginleikum sem gagnast viðskiptahugmyndinni getur framkvæmt og klárað hugmyndir, sama hversu vonlausar þær virðast í augum flestra annarra. Einnig vita fjárfestar að margir frumkvöðlar sem ekki búa yfir sterkum persónulegum þáttum geta aldrei klárað verkefni, sama hversu góð viðskiptahugmyndin er.
Styrkir
Að fá fjárhagsstyrk getur svo sannarlega hjálpað fyrirtæki að þróast og vaxa. Frumkvöðlar ættu að kanna hvort ekki séu einhverjir styrkir í boði sem hægt væri að sækja um fyrir viðskiptahugmynd þeirra. Eftirfarandi þarf að hafa í huga:
— Form og umfang styrkumsókna er misjafnt og er því æskilegt að hafa góðan tíma í styrkumsóknir og sækja ekki um á síðustu stundu.• Töluverð vinna getur farið í að sækja um styrki en góður undirbúningur er lykilatriði þess að hljóta styrk.
— Gott er að biðja einhvern sem er með reynslu að lesa umsóknina yfir og rýna +i hana fyrir þig.
— Oftast er um samkeppnissjóði að ræða og því skiptir miklu máli að vera með skiljanlega og góða umsókn.
— Afar mikilvægt er að lesa vel yfir leiðbeiningar og reglur styrkjanna til að greina hvort verkefnið eigi erindi í tiltekinn sjóð.
— Þó hugmyndin sé á byrjunarstigi er nauðsynlegt að geta skýrt út hver nýjung verkefnisins er, hvaða vandamál eigi að leysa með vörunni og hafa greinargóða markhópalýsingu. Þetta er allt hluti af grundvallaratriðum viðskiptaáætlunar. Í sumum tilfellum þurfa að liggja fyrir ýtarlegar upplýsingar svo sem fullbúin viðskiptaáætlun og fjárhagsáætlun.
— Yfirleitt er sótt um fyrir ákveðnum verkþáttum sem þurfa að vera skýrir, raunhæfir og í samræmi við það hvar verkefnið er statt á þeim tímapunkti sem sótt er um styrkinn.
Á „Ýmsir gagnlegir tenglar“ er hægt að sjá nánari upplýsingar um styrki.
Fjárfestar
Englafjárfestar
Englafjárfestar eru fjársterkir einstaklingar sem vilja fjárfesta í nýjum verkefnum. Algengt er að verkefnin séu á sviði sem fjárfestirinn hefur mikla trú, áhuga og þekkingu á. Englafjárfestar koma oft að verkefnum snemma í þróunarferlinu og aðstoða frumkvöðul við að vinna að verkefninu. Þegar englafjárfestir kemur inn í fyrirtækið er gott að hafa í huga, hvort hann komi með eitthvað meira en fjármagn inn í reksturinn. Horfa þarf til þess hvort englafjárfestirinn hafi þekkingu, viðskiptatengingar eða annað sem geti gagnast fyrirtækinu. Fjármagn eitt og sér er oft ekki það verðmætasta sem englafjárfestir kemur með inn í fyrirtækið. Englafjárfestar fjárfesta í fólki sem þeir hafa trú á og horfa til þess hversu trúverðugt teymið á bak við viðskiptahugmyndina er. Yfirleitt nálgast frumkvöðlar ekki englafjárfesta eftir hefðbundnum leiðum, líkt og gert er með styrktarsjóði, bankalán og í fjárfestingasjóðum. Oft er englafjárfestirinn einhver sem frumkvöðullinn þekkir eða er komið í samband við í gegnum persónulegt tenglanet. Skoðaðu tengslanet þitt vel og athugaðu hvort það gætileynst englafjárfestir innan þess. Margir kynnast fjárfestum á viðburðum sem tengjast á einhvern háttverkefnunum sem unnið er að, til dæmis ársfundum, frumkvöðlaviðburðum o.s.frv. Þá er mikilvægt að verabúinn að æfa örkynninguna og vera vel undirbúinn ef frumkvöðullinn hittir fjárfesta sem gæti hugsanlega fjárfest í verkefninu.
Fjárfestingasjóðir
Fjárfestingasjóðir vilja yfirleitt fjárfesta töluverðum fjárhæðum í hverju sprotafyrirtæki og eignast hlut í hverju fyrirtæki. Sjóðirnir horfa yfirleitt til þess hversu líklegur reksturinn er til að verða arðbær og fjárfesta aðeins í fyrirtækjum sem hafa sýnt fram á rekstrarhæfi og jafnvel þau sem hafa þegar fengið minnifjárfestingar og/eða styrki. Fjárfestingasjóðir fara oft fram á að eiga fulltrúa í stjórn fyrirtækisins.
Að fá inn fjárfesta
Mismunandi leiðir er hægt að fara til að þróa fyrirtæki sitt en tvær þeirra eru „Fjármagnsleiðin“ og „Bakarísleiðina“.
Þegar fjárfestar íhuga að leggja fé í frumkvöðlaverkefni er samsetning hópsins sem stendur að baki hugmyndinni/sprotafyrirtækinu eitt af því fyrsta sem þeir skoða. Byggja einstaklingarnir í hópnum hver annan upp og eru mikilvæg hlutverk og verkaskipti til að búa til gott fyrirtæki uppfyllt? Það verður til dæmis kannski einhver að vera með tækniþekkingu, annar að vera góður sölumaður og einhver sem sér um markaðsmálin.
Fjármagnsleiðin
Ef Fjármagnsleiðin er valin er byrjað smátt með því sem er til staðar og síðan farið í gegnum ýmiss konar tímabil með smærri og stærri styrkjum og fjárfestingum – þar til einn daginn, að stöndugt fyrirtæki er komið á markaðinn og/eða það fær skráningu í kauphöll. Margir hafa hagnast heilmikið með því að aðrir hafa einfaldlega keypt upp fyrirtækið þegar það var komið vel af stað.
Bakarísleiðin
Bakarísleiðin er einfaldari. Þar er einfaldlega byrjað á að selja eitt brauð og fyrir peningana sem fást fyrir það er keypt efni í tvö brauð o.s.frv. Þannig er fyrirtækið byggt hægt og rólega upp, þar til efni eru á að stofna eigið bakarí.
Kosturinn við bakarísleiðina er að þegar ekki eru neinir fjárfestar í spilinu þarf frumkvöðullinn einungis að fá tekjur inn fyrir sjálfan sig – en ekki aðra „sem vilja fá sitt“. Hann á sjálfur stærri eða allan hlut ágóðans og hefur líka fulla stjórn á fyrirtækinu.
Með góðum undirbúningi, réttu vörunni og góðri stjórn, getur fyrirtækið samt vaxið hratt og örugglega.
Bankar
Það er nánast ógjörningur að standa í rekstri án þess að vera í góðum samskiptum við eigin viðskiptabanka. Þó þú sækist ekki eftir láni í bankanum, veita bankar ýmsa þjónustu til rekstraraðila sem getur komið að góðum notum. Gott er að fara í bankann og ræða um áætlanir þínar. Þeir munu eflaust gefa þér góð ráð og greina þér frá því hvað sé í boði. Bankar eru oftast ekki viljugir til að taka mikla áhættu og fara því oft fram á tryggingu íeignum fyrirtækisins. Ekki þurfa allir stór lán til að hefja rekstur. Hafðu í huga að áhættan við að fara út í rekstur er minni eftir því sem minna er tekið af lánum. Það getur þó verið að rekstur þurfi verulegt fjármagn til að fara af stað en það þýðir jafnframt að fallið er hærra ef illa fer. Ýmiskonar lán eru í boði, meðal annars:
Hvernig metur bankinn lánaumsókn?
Líklegt er að bankinn meti umsókn út frá að minnsta kosti þremur þáttum:
— Stjórnun þ.e. hæfileikar frumkvöðuls sem rekstraraðila, þar á meðal hæfileikar hans til að stjórna.
— Hversu lífvænleg er viðskiptahugmyndin – markaðurinn fyrir hugmyndina eða þjónustuna, kostnaður við reksturinn og fjárhagsáætlanir.
— Áhætta. Áhættan sem bankinn tekur á því að fá ekki peninga sína til baka. Hafa ber í huga að ef vel gengur deilir bankinn ekki ágóðanum með frumkvöðlinum en hann getur tapað ef illa gengur.
Hópfjármögnun
Hópfjármögnun verður sífellt algengari aðferð til fjármögnunar sprotafyrirtækja og víða um heim eru margir hópfjármögnunaraðilar. Þeir þekktustu eru líklega Kickstarter, GoFundMe og Indiegogo. Íslenska fjármögnunarsíðan Karolinafund hefur einnig notið gríðarlegra vinsælda hér á landi og er í samstarfi við aðrar norrænar fjármögnunarsíður.
Hópfjármögnun virkar þannig að verkefnið er sett upp á vefinn og ákveðið fjármögnunar- og tímamarkmiðsett. Fyrir ákveðið fjármagn getur neytandi til dæmis keypt vöru áður en hún hefur verið framleidd, fengið einhverja ákveðna gjöf í staðinn eða jafnvel fengið hlut í fyrirtækinu, allt eftir því hvernig verkefnið er sett upp.
Þessi fjármögnunarleið hefur reynst vel fyrir verkefni sem af einhverjum ástæðum þykja ekki sérstaklega fjárfestingarvæn en eru engu að síður með sniðugar lausnir eða vörur sem neytendur vilja sjá á markaði. Hópfjármögnun getur gegnt hlutverki „proof of concept“ fyrir frekari fjárfestingar. Ef frumkvöðull getur sýnt fram á að ákveðinn fjöldi sé tilbúinn að kaupa vöruna gefur það ákveðna vísbendingu um framtíðarmöguleika hennar.
Hópfjármögnun getur vissulega verið góð leið í markaðssetningu en athugið að nánast eingöngu er miðað að markhópi vörunnar. Verkefnið verður að vera undirbúið með það að markmiði að ná til þess markhóps sem varan er miðuð að en ekki til þess að ná í nýjan. Það þarf að skilja markhópinn vel, búa til áhugaverð tilboð e’a viðskiptatækifæri fyrir hann og sýna fram á að verkefnið sé spennandi.
Góður undirbúningur felur til dæmis í sér að finna réttu hópfjármögnunarsíðuna en það eru mismunandiáherslur milli þeirra. Ákveða þarf hvað er í boði fyrir þann sem styrkir verkefnið og hvernig hægt er að fásem mest út úr veittum stuðningi. Reynst hefur vel að undirbúa gott myndband og nýta aðra miðla til aðkoma hópfjármögnunarverkefninu á framfæri til markhópsins.
Reikningshugtök
Frumkvöðlar/fyrirtækjaeigendur verða að þekkja nokkur grundvallarhugtök til að geta skilið og gert fjárhagsáætlun. Önnur hugtök þurfa líka að vera á hreinu í tengslum við uppgjör sem sýna bæði eignir og skuldir og ef ætlunin er að færa bókhald eru fleiri mikilvæg hugtök, þ.á.m. debit og kredit. Hér verður aðeins komið inn á það sem er nauðsynlegt að kunna til að geta gert fjárhagsáætlun.
Breytilegur kostnaður (BK):
• Sá rekstrarkostnaður sem hækkar eftir því hve mikið er framleitt af vörunni
• Er yfirleitt hlutfall af hverri framleiddri eða seldri einingu
Fastur kostnaður (FK)
• Kostnaður sem fellur alltaf til, jafnvel þó ekkert seljist
• Hækkar ekki við aukna sölu
• Lækkar ekki við minnkaða sölu
Framlegð er notuð til að borga allan fastan kostnað
Vextir eru vaxtatekjur eða vaxtagjöld sem greiðast af skuldum eða inneignum í banka eða hjá öðrum
lánveitendum eða lánþegum.
Afskriftir eru áætluð verðrýrnun fastafjármuna (fasteign, bíll eða tæki) sem notaðir eru í rekstrinum.
Afkoma/rekstrarniðurstaða getur verið „á núlli“, hagnaður eða tap. Greiddur er skattur ef um hagnað er að ræða.
Önnur hugtök
Stofnkostnaðaráætlun
Mikilvægt er að stilla upp stofnkostnaðaráætlun áður en farið er af stað í fyrirtækjarekstur. Nauðsynlegt er að átta sig á því hvað það kostar að hrinda hugmynd í framkvæmd og hvernig brúa skal bilið þar til reksturinn fer að skila tekjum. Stofnkostnaðaráætlun snýst um að lista upp þann kostnað sem fellur á fyrstu stigum og fer sá kostnaður eftir því hver viðskiptahugmyndin er – hann getur verið lítill en einnig gríðarmikill. Markmiðið er að ná yfirsýn yfir það sem til þarf til að komast í gang.
Fjárhagsáætlun
Fjárhagsáætlanir samanstanda annars vegar af tekju- og kostnaðaráætlun sem er rekstraráætlun fyrirtækisins og hins vegar af áætlun um inn- og útborganir sem er greiðsluáætlun fyrirtækisins. Ef um nýtt fyrirtæki er að ræða eru ekki til neinar tölur úr rekstri til að byggja á og þarf því að setja fram forsendur að áætlunum en út frá þeim eru niðurstöður fengnar. Dæmi um forsendur eru til dæmis sala, fjöldi starfsmanna, laun þeirra, vaxtastig lána og svo framvegis. Fjárhagsáætlanir eru gerðar til að fá yfirsýn
yfir fjármálin, minnka hættuna á að allt í einu vanti peninga til að borga reikningana og til að vera viss um að fjárhagurinn sé tryggður vel fram í tímann.
Rekstraráætlun
Í rekstraráætlun þarf að setja niður hvernig gjöld greiðast úr fyrirtækinu og hvernig tekjur koma inn. Rekstraráætlun ætti í flestum tilfellum að ná til að lágmarki þriggja ára. Hún sýnir áform um þróunstarfseminnar og endurspeglar áður framsett markmið og söluáætlun.
Í rekstraráætlun er öllum útgjöldum og öllum tekjum sem búast má við raðað upp í yfirlit þar sem efnisflokkar eru lóðrétt og mánuðir eru lárétt. Upphæðirnar eru settar í dálkana eftir flokkum og mánuðum eins og viðá. Handbært fé og heildarstaða eru ekki tekin með í reikninginn. Lagt er saman úr öllum dálkum, bæði lóðrétt og lárétt, til að fá betri yfirsýn yfir fjármálin. Markmiðið er að skapa yfirsýn yfir það hvort fyrirtækið er gróðavænlegt til lengri tíma litið.
Greiðsluáætlun
Í greiðsluáætlun má sjá hvernig þau úrræði sem eru til umráða (handbært fé) breytast frá upphafi hversmánaðar til loka hvers mánaðar. Þetta er gert með því að setja allar hreyfingar á peningum upp í yfirlit þar sem efnisflokkar eru lóðrétt og mánuðir eru lárétt, upphæðirnar eru skráðar þar sem búist er við að hreyfingar verði. Efst eru upphæðir í byrjun mánaðar og neðst útkoman í lok mánaðar. Markmiðið er að búa til yfirlit yfir hvort til séu peningar til að borga reikningana þegar þeir falla í gjalddaga.
Annað stuðningsefni og/eða linkar