VILJI – Hvatningarverðlaun framhaldsskólakennara

Í mörg ár hefur kennari/kennarateymi hlotið nafnbótina „Nýsköpunarkennari/ar grunnskólanna árið 20xx“ ásamt peningaverðlaunum. Nú er komið að „Nýsköpunarkennari/ar  framhaldsskólanna”.

VILJI – Hvatningarverðlaun er í boði Samtaka iðnaðarins (SI) en þau leggja áherslu á menntamál til að stuðla að bættu aðgengi fyrirtækja að hæfum starfskrafti. Við hjá Samsýningunni erum stolt að hafa svo sterka bakhjarla sem Si eru og við teljum að bætt tengsl og aðkomu fyrirtækja að keppninni, mikilvægan þátt í uppbyggingu menntaverkefna og nýsköpunarmenntar á Íslandi og að hlusta þurfi á atvinnulífið til að fá fram hvernig þau telja að haga skuli menntun(og/eða áherslum) til að undirbúa nemendur, fyrir framtíðarstörfin. Við þökkum SI kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.

Tilgangur Vilja

  • Hvetja kennara til dáða, með viðurkenningu á framlagi þeirra, til nýsköpunarkennslu.
  • Draga fram, deila aðferðum og hugmyndum sem efla sköpunargáfu nemenda í ferlinu frá hugmynd til framkvæmdar og hvetja til þátttöku í nýsköpunarkennslu.
  • Bæta gæði nýsköpunarkennslu.
  • Efla vitund um nýsköpunarmennt í framhaldsskólum landsins.

Viðmið VILJA verða m.a. gæði og fjölbreytileiki við innleiðingu á nýsköpunarmennt, nýsköpun í skipulagi og hönnun, tenging við nærumhverfi og/eða samfélagslega nýsköpun og aðrir þættir sem verða til hliðsjónar vali á verðlaunahafa hvers árs.

Við hvetjum kennara til að sækja um hér að neðan – Umsóknarfrestur rennur út 10. nóvember 2021, kl. 23:59.

Öll sem kenna nýsköpunarmennt í framhaldsskólum eru sérstaklega hvött til að taka þátt í þessu. Það er til mikils að vinna, bæði viðurkenning á starfi þínu, titillinn “Nýsköpunarkennari framhaldsskólanna 2021” og peningaverðlaun að fjárhæð 150.000 kr. (þau geta deilst niður á fleiri en einn kennara) og tækifæri til að láta gott af sér leiða í þágu nýsköpunarmenntar á Íslandi.

Eins og á heimasíðu Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, verður hluti umsókna í Vilja, gerður opinber, hér á síðunni svo aðrir geta séð fyrirkomulag, námsefni osfrv. annarra kennara – til að bæta/breyta sinni kennslu.

Samstarfsaðilar 

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Menntavísindasvið gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki með menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, þroskaþjálfa, tómstundafræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga og uppeldis- og menntunarfræðinga.

Menntavísindasvið, með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, er umsjónaraðili Samsýningarinnar.

Samtök iðnaðarins

Menntastefna Samtaka iðnaðarins

Menntun og mannauður eru mikilvægar forsendur góðra lífskjara og menntakerfið er ein helsta undirstaða þess að samkeppnishæfni Íslands verði efld.

VILJI – Hvatningarverðlaun framhaldsskólakennara er í boði SI

Samtök iðnaðarins

Icelandic Startups

Undanfarin ár hafa að meðaltali borist um 500 nýjar viðskiptahugmyndir inn á borð til Icelandic Startups. Hlutverk félagsins er að skapa vettvang til tengslamyndunar og veita einstaklingum og teymum leiðsögn við mótun viðskiptaáætlana til að komast hratt að því hvort nægilegar viðskiptalegar forsendur séu til staðar og styðja þá við ferlið þar til vara er komin á markað.

Vísindagarðar Háskóla Íslands

Vísindagarðar Háskóla Íslands er suðupottur nýsköpunar sem leiðir framþróun og skapar virðisauka fyrir land og þjóð!. Framúrskarandi aðstaða er fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum í Grósku – hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hér er boðið upp á vinnuaðstöðu, fjölbreytta fræðslu og þjálfun. Í setrinu eru einnig fjölmörg tækifæri til tengslamyndunar og fullkomin aðstaða fyrir gróskumikið grasrótarstarf, viðburði, vinnusmiðjur, hakkaþon og keppnir.

Hugverkastofan

Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi. Stofnuninni veitir einstaklingum, stofnunum og atvinnufyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði. Þá ber stofnuninni að stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi.

Framtíðarsetur Íslands

Framtíðarsetrið er leiðandi í nýtingu framtíðarfræða á Íslandi. Setrið er virkur þátttakandi í rannsóknum og verkefnum á sviði framtíðarfræða.
Hlutverk félagsins er meðal annars að vera leiðandi rannsóknarsetur á sviði framtíðarfræða hérlendis í öflugu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem og erlendis.